Í dag opnuðu Sagnheimar, Byggðasafn á ný eftir gagngerar breytingar.
Megináherslan er lögð á sérkenni eyjanna, s.s. fiskveiðar, úteyjarlíf, þjóðhátíð, Tyrkjarán og Herfylkinguna sem og annað sem viðkemur sögu eyjanna. Að hönnunni unnu Jóhanna Ýr Jónsdóttir sagnfræðingur og safnstjóri, Sæþór Orri Guðjónsson hjá Smartmedía og Þórður Svansson trésmíðameistari en fjölmargir komu að sjálfu verkinu.
Þekkingarsetur Vestmannaeyja og Vestmannaeyjabær gerðu 1. janúar 2011 með sér verksamning um rekstur Byggðasafnsins undir nafninu Sagnheimar.
Nýr safnstjóri tók við 2. júlí 2011, Helga Hallbergsdóttir, MA í hagnýtri menningarmiðlun.