Sagnheimar eru aðilar að Sarpi, menningarsögulegu gagnasafni safna, ásamt um 50 öðrum söfnum. Söfnin skrá muni sína í sameiginlegan gagnagrunn, oft með mynd og ítarupplýsingum. Upplýsingarnar eru síðan öllum opnar á vefslóðinni www.sarpur.is. Sagnheimar eru nú í skráningarátaki inn á vefinn og er tilhlökkunaefni að geta sýnt muni safnsins á þessum vettvangi. Meðfylgjandi mynd var tekin af þátttakendum og leiðbeinendum á skráningarnámskeiði Landskerfis nú í janúar.
Warning: Undefined array key 0 in /web/s0717b/public_html/wp-content/themes/dfd-native/inc/loop/posts/post_single.php on line 279
Warning: Attempt to read property "slug" on null in /web/s0717b/public_html/wp-content/themes/dfd-native/inc/loop/posts/post_single.php on line 279