Meðal vetrarverkefna Sagnheima er að fara yfir muni í geymslum safnsins og sjá til þess að þeir séu rétt skráðir. Samband íslenskra sjóminjasafna kallaði eftir skráningu fornbáta í vörslu safna og vakti kajak í vörslu Sagnheima sérstaka athygli þeirra, því ekki finnast margir slíkir í íslenskum minjasöfnum. Óli á Létti (1999-1978) og Friðrik Jesson (1906-1992) smíðuðu tvo kajaka að grænlenskri fyrirmynd um 1940. Bátur Friðriks er talinn ónýtur en bátur Óla var færður Sagnheimum til varðveislu árið 1989.