Nóg verður um að vera í Safnahúsi á fimmtudaginn. Auk ljósmyndadags í Ingólfsstofu, kl. 14-16 og opnunar hönnunarsýningar Ásdísar Loftsdóttur kl. 17 í Einarsstofu verður Saga og súpa í hádeginu í Sagnheimum, byggðasafni.
Gestur Sagnheima í þetta sinn er Guðbjörg Matthíasdóttir athafnakona. Guðbjörgu þarf vart að kynna fyrir Eyjamönnum, sem flestir kenna hana við Ísfélagið. Í janúar sl. hlaut hún viðurkenningu Félags kvenna í atvinnulífinu (FKA). Í fyrirlestri sínum Konur í atvinnulífi, kynnir hún m.a. félagið.
Fyrirlesturinn hefst stundvíslega kl. 12 með súpu og brauði og lýkur kl. 13.