Spennandi súpufundur verður hjá okkur í Sagnheimum á kvenréttindadaginn 19. júní kl. 12. Gunnhildur Hrólfsdóttir rithöfundur og sagnfræðingur kynnir óútkomna bók sína Þær þráðinn spunnu en hún fjallar um konur í Eyjum 1835-1980. Í fyrirlestrinum fjallar hún um nokkrar þeirra kvenna sem með fórnfýsi, hugrekki og glaðværð áttu sinn þátt í uppbyggingu bæjarlífsins í núverandi mynd.