Nú er komið að leiðarlokum eftir átta ára starf í Sagnheimum. Tíminn hefur verið bæði krefjandi og skemmtilegur en aldrei leiðinlegur. Ég vil þakka öllum sem komið hafa til okkar á safnið og einnig þeim sem hafa starfað með mér í gegnum tíðina bæði með vinnu og framlagi í dagskrár safnsins sem hefur gert safnið okkar svo miklu ríkara, líflegra og skemmtilegra! Nú taka við nýir tímar með nýjum safnstjóra og nýjum tækifærum og því eru spennandi tímar framundan. Bestu þakkir öll! Sjáumst í Sagnheimum!