Fimmtudaginn 31. janúar flytur Sævar Helgi Bragason formaður Stjörnuskoðunarfélags Seltjarnarness fræðsluerindi um Marsjeppann Curiosity á vegum Stjörnufræðifélags Vestmannaeyja.
Erindið hefst klukkan 19:30 og er öllum opið.
Ef veður leyfir verður farið með Sævari í stjörnuskoðun að fyrirlestri loknum.
Allir hjartanlega velkomnir!