Safnahelgi Suðurlands verður helgina 1. – 4. nóvember. Söfnin í Vestmannaeyjum taka að sjálfsögðu þátt á metnaðarfullan hátt.
Í Sagnheimum, byggðasafni verður opið á laugardag og sunnudag frá kl. 13- 16.
Á laugardag kl. 14:30 verður ljósmyndasýning Hauks Helgasonar frá síldarárunum 1953 – 1957 opnun. Er þetta gestasýning frá Síldarminjasafni Íslands. Árni Johnsen rifjar upp sjómannaslagara við opnun.
Á laugardagskvöldinu kl. 20 mætir síðan Óttar Guðmundsson geðlæknir í Sagnheima með erindi sitt Geðveikar hetjur Íslendingasagna. Umræður á eftir. Allir hjartanlega velkomnir. Aðgangur ókeypis.