Um þrátíu manns lét góða veðrið ekki stoppa sig í dag og hlýddu á fróðlega fyrirlestra hvernig menningararfur Vestmannaeyinga hefur orðið mörgum fræðimönnum uppspretta frekari fræðistarfa og sá brunnur er enn barmafullur.
Fyrirlestrarnir voru haldnir í Einarsstofu þar sem Kjarvalsmyndir listasafns Vestmannaeyja prýddu veggi.
Sigurður E. Vilhelmsson minnti á að menningarsagan er mesta verðmæti hvers byggðarlags og sagði frá áhugamannafélaginu Sögusetri 1627. Dr. Már Jónsson prófessor sagði frá rannsóknum sínum á eftirlátnum eigum alþýðufólks í Eyjum á 19. öld. Katrín Gunnarsdóttir fornleifafræðingur (frá Ásgarði) benti á nokkrar fornleifar í landi Vestmannaeyja og hvatti til áverkni heimamanna. Dr. Clarence E. Glad, sjálfstætt starfandi fræðimaður ræddi ímyndarsköpun í Evrópu á dögum ,,Tyrkja”ránsins en svokallað Tyrkjarán markar djúp spor í sögu Eyjamanna svo og Austfirðinga og Grindvíkinga.