Árið 1967 gáfu fyrrverandi bæjarfógetahjón, Sigfús M. Johnsen og Jarþrúður Johnsen Vestmannaeyjabæ 34 Kjarvalsmálverk. Þessi merka og einstaka gjöf er hryggjarstykkið í listasafni Vestmannaeyjabæjar og verður sýnd í Einarsstofu um bænadagana. Ekki er hægt að sýna öll málverkin í einu og verður því skipt um myndir daglega.
Opið verður á skírdag, laugardag og á annan í páskum frá kl. 11 – 17.
Á opnunartíma verður einnig sýnd heimildarmynd Páls Steingrímssonar um Jóhannes Sveinsson Kjarval í Einarsstofu.