Páll Steingrímsson hefur verið mjög afkastamikill í gerð heimildamynda. Myndir hans eru tilvaldar tækifærisgjafir til vina og vandamanna hérlendis og erlendis enda allflestar líka til á ensku. Sagnheimar, byggðasafn selja nú myndir Páls (DVD) og er áhugasömum bent á að hafa samband við safnið: helga@sagnheimar.is eða í síma 698 2412.
Meðal mynda Páls má nefna: Spóinn var að vella, Undur vatnsins, Sofa urtubörn á útskerjum, Hestadans, 5000 óboðnir gestir, Oddaflug, Hátíð (Þjóðhátíð), Handfærasinfónían, Íslenski fjárhundurinn, Litli bróðir í norðri (lundinn), Tvö eyjasamfélög í Norður-Atlandshafi og ginklofinn (Landlyst!), Ísaldarhesturinn….. og svo miklu meira!