Opið málþing í Sagnheimum, nk. laugardag kl. 13: Saga og þróun netagerða og netaverkstæða í Vestmannaeyjum í máli og myndum.
Við sögu koma m.a. Netagerð Vestmannaeyja, Kaðlagerð Þórðar Stefánssonar, Veiðarfæragerð Vestmannaeyja, Netagerðin Ingólfur, Netagerð Reykdals, Netaverkstæði Einars Sigurðssonar, Net, Netagerð Njáls og Sigurðar Inga, Ísfell, Nethamar, Hampiðjan o.fl.
Guðmundur Gunnarsson í Hampiðjunni í Reykjavík fer yfir þróun bornvörpunnar í heila öld.
Arnar Sigurmundsson, Haraldur Þorsteinn Gunnarsson, Birgir Guðjónsson, Guðlaugur Jóhannsson, Hallgrímur Júlíusson, Sigþór Ingvarsson og fleiri heimamenn komu að undirbúningi og leggja orð í belg. Kaffi á könnunni!
Allt áhugafólk er hvatt til að mæta og upplifa söguna sem mótað hefur þróun byggðar, atvinnu- og menningarlífs í Eyjum!
Málþingið er styrkt af SASS og Sagnheimum, byggðasafni.
Á meðfylgjandi ljósmynd Sigurgeirs má sjá Ingólf Theódórsson netagerðameistara og Jón Valgarð Guðjónsson skipstjóra kynna nýja gerð herpinóta 1969.