Við höldum áfram að afhjúpa leyndardómana, innan og utan Safnahúss. Eigum nóg uppi í erminni enn!
Dagskrá Sagnheima og Safnahúss, fimmtudaginn 3. apríl:
kl. 12. Saga og súpa í Sagnheimum. Ásmundur Friðriksson alþingismaður ræðir um ferðamennsku og hvernig oft má á einfaldan og skemmtilegan hátt nýta þau tækifæri og möguleika sem felast í sögu og menningu Eyjanna.
Kl. 13-16: Ljósmyndadagur í Ingólfsstofu. Ljósmyndir þekktra sem óþekktra ljósmyndara á síðustu öld varpað á vegg.
Kl. 16: Opnun sýningar Kristleifs Magússonar í Einarsstofu. Sýningin er liður í átaki Listvina Safnahúss við að draga fram Vestmananeyinga sem eru þekktir í sögu Eyjanna fyrir allt annað en listsköpun. Sýningin er unnin í sstafi við fjölskyldu Kristleifs.
Allir hjartanlega velkomnir!
Dagskráin er styrkt af Menningarráði Suðurlands.