Sunnlensk söfn og fyrirtæki kynna nú ýmsar gersemar sem leynast í fjórðungnum. Nú um helgina eru eftirfarandi viðburðir í eða í samstarfi við Safnahús:
Vöruhúsið, föstud. 28. mars kl. 17: Vöruhús minninganna. Opnun sýningar úr ljósmyndsafni Vestmannaeyja. Samstarfsverkefni Vöruhúss og Safnahúss kynnt.
Einarsstofa, laugard. 29. mars kl. 13: Gleymdir kvikmyndabútar úr fórum Sigurgeirs Jónassonar ljósmyndara frá um 1968.
Sagnheimar, byggðasafn, laugard. 29. mars kl. 14: Sýningin ,,Staðlausir stafir” opnuð. Um er að ræða sýningu á samstæðum dýrgripum úr geymslu Sagnheima, þar sem hver gripur segir sína sögu.
Kynntir verða ómetanlegir munir úr eigu Júlíönu Sveinsdóttur, sem safninu bárust fyrir skömmu frá Danmörku.
Niðurstöður rannsókna á skipsklukkunni sem skipverjar á Þórunni Sveinsdóttur VE færðu safninu í desember kynntar.
Allir hjartanlega velkomnir!