Krakkarnir í Kirkjugerði sem voru að læra um Heimaeyjargosið komu í heimsókn á safnið í lok janúar. Þeir þökkuðu fyrir sig með söng og listaverkum. Listaverkin eru nú til sýnis á safninu.
Gaman er að sjá hvað það er á safninum sem vekur helst áhuga þeirra. Gosið skipar þar vissulega stóran sess enda nýbúið að fara í þá sögu með þeim en einnig má sjá sjóræningja af ýmsum stærðum og þjóðhátíðartjaldið skorar einnig hátt.