Margt spennandi er framundan í Sagnheimum – og undirbúningur á fullu undir kyrrlátu yfirborði.
Á sumardaginn fyrsta eru 160 ár liðin frá því að sá merki maður Kapteinn Kohl var settur sýslumaður hér í Eyjum. Hann var ekki eingöngu röggsamt yfirvald sem stofnaði herfylkingu Vestmannaeyja, æfði íþróttir, boðaði bindindi og byggði hús og vegi heldur fyrst og fremst mikilmenni sem átti auðvelt með að hrífa fólk með sér. Varpað verður ljósi á sögu Kohls og dregnar fram sögur af samskiptum hans við Eyjamenn og konur. Átti Kohl e.t.v. afkomendur hér?