Grýla og Leppalúði ásamt kisanum sínum, jólakettinum, búa sig nú til heimferðar eftir velheppnuð jól. Í heimsókn sinni á safnið sá jólakötturinn ýmislegt sem hann taldi að gagnast gæti þeim skötuhjúum til fjalla.
Boðið er upp á ratleik í byggðasafninu laugardaginn 4. janúar kl. 13 – 16 þar sem börn á öllum aldri geta hjálpað kisa að finna þessa hluti, sem hann merkti sér.
Ókeypis er fyrir börn og 2 fyrir 1 fyrir 18 ára og eldri.