Mikill fjöldi kom í Sagnheima á þrettándanum og tók þátt í jólaratleik. Alveg merkilegt hvað jólakötturinn er duglegur að flækjast í alls konar vandræði! Bestu þakkir til allra sem aðstoðuðu hann.
Einnig var dregið í jólagetrauninni, þar sem giska átti á hversu mög kerti væru í skápnum í Einarsstofu. Kertin komu öll úr einkasafni Viktors Hjartarsonar og reyndust vera 99 stk. Alls bárust 123 svör og voru leyfð skekkjumörk upp á +/- 3 kerti. 64 lausnir féllu innan þeirra marka og voru dregin út nöfn þriggja vinningshafa sem allir fengu gjafabréf í Joy.
Vinningshafar voru: Gréta Hilmarsdóttir, Ísey Heiðarsdóttir og Kristinn Freyr Sæþórsson.
Bestu þakkir öll fyrir þátttökuna!
Á myndinni má sjá einn vinningshafann, Ísey Heiðarsdóttur, taka við gjafabréfi sínu.