Í tilefni þess að 9. september 2013 eru 100 ár liðin frá stofnun Íþróttafélagsins Þórs er þann dag kl. 12 – 13 boðið upp á Sögu og súpu í Sagnheimum, byggðasafni.
Dagskrá:
Opnuð ný sýning í Sagnheimum um sögu Þórs.
Sigurgeir Jónsson kynnir nýútkomna bók um sögu félagsins og Áki Heinz les stutta ferðasögu.
Fólk er hvatt til að mæta í treyjum eða öðru merkt félaginu.
Allir hjartanlega velkomnir.
Dagskráin er styrkt af Menningarráði Suðurlands og Safnaráði.