Sunnudaginn 16. júlí verður þess minnst í Sagnheimum og Safnahúsi að 390 ár eru liðin frá þeim atburði er jafnan er kallaður Tyrkjaránið 1627.
Dagskrá:
Sagnheimar kl. 14: Drottningin í Algeirsborg eftir Sigfús Blöndal í flutningi Thelmu Lindar Þórarinsdóttur og Alberts Snæs Thorshamars, félaga Leikfélags Vestmannaeyja. Leikstjórn: Zindri Freyr Ragnarsson. Helga og Arnór flytja ljóð séra Jóns Þorsteinssonar píslarvotts við sín lög og annarra. Takmarkaður sætafjöldi.
Fyrir framan Safnahús kl. 15: Bréfdúfnafélag Íslands: Gjörningur til minningarum þá sem drepnir voru í árás sjóræningjanna á íbúa Vestmannaeyja 1627.
Einarsstofa, Safnahúsi kl. 15:15. Ragnar Sigurjónsson kynnir starfsemi og ævintýraveröld dúfna, m.a. hvernig fylgjast má með flugi bréfdúfna með til þess gerðu tölvuforriti.
Verið velkomin!
Dagskráin er styrkt af SASS, Sögusetri 1627 og Sagnheimum.
Meðfylgjandi teikning er eftir Jakob Smára Erlingsson og er í sýningu Sagnheima um árásina.