Undirbúningur er nú á fullu fyrir síðasta viðburð þessa afmælisárs byggðasafnsins í Sagnheimum 24. nóv. nk. Nú í nóvember verða liðin 160 ár frá fæðingu þess merka manns Hannesar Jónssonar lóðs (1832-1937). Við munum minnast þessara tímamóta með því að rifja upp sögu sjávarútvegsins á árabátaöld og jafnframt bregða ljósi á ævi og störf Hannesar sem hlaut margs konar viðurkenningar, m.a. fálkaorðuna árið 1929 og heiðursborgaranafnbót árið 1932. Sjá dagskrá hér að neðan.
24. nóvember 2012, kl. 16-18
Hannes lóðs og sjómennska fyrri tíma
Kl. 16:00 Sjávarútvegur og sjósókn á árabátaöld. Jón Þ. Þór sagnfræðingur.
kl. 16:25 Áraskip fyrir og um árið 1900, smíði þeirra og sjóhæfni. Gunnar Marel Eggertsson bátasmiður.
Kl. 16:50 Óvæntur dagskrárliður
kl. 17:00 Flutt verða stutt viðtöl við Jóhannes Tómasson og Jórunni Helgadóttur, sem minnast Hannesar, afa og langafa.
kl.: 17:15 Hannes Jónsson, líf og starf. Haraldur Þorsteinn Gunnarsson og Tómas Jóhannesson.
kl.: 17.45 Kristín Jóhannsdóttir: lokaorð.
Kaffi og spjall.
Allir hjartanlega velkomnir!
Dagskráin er styrkt af Menningarráði Suðurlands og Vestmannaeyjabæ.