Safnahúsið tekur virkan þátt í goslokahátíðinni. í Einarsstofu opnar sýning á föstudag kl. 16:30 á vegum norska sendiráðsins. Þar er rifjuð upp Noregsferð barna og unglinga frá Vestmannaeyjum í boði norska Rauða krossins sumarið 1973. Sérstakur gestur sýningarinnar verður norski fréttamaðurinn Gjeir Helljesen.
Í Sagnheimum er sýndur afrakstur skráningar þeirra sem yfirgáfu Heimaey gosnóttina. Nú er búið að skrá um 2.500 manns svo að enn vantar nokkuð upp á. Hægt er að skrá sig í Sagnheimum og í netpósti: 1973ibatana@gmail.com.
Safnahúsið er opið kl. 11-17 alla daga til 15. september.
Í stigagangi Safnahúss og í Sagnheimum má sjá túlkun skólabarna í vetur á Heimaeyjargosinu. Í Sagnheimum er líka ljósmyndasýning Sigurgeirs í Skuld þar sem fyrsti mánuður gossins er rakinn í myndum.
Í listaverkakassa við anddyri bókasafns er ljósmynd Hjálmars Böðvarssonar af Blátindi. Blátindur hefur sl. 40 ár verið nokkurs konar minnisvarði þeirra húsa sem eru undir hrauni en brotnaði niður og hvarf nú fyrir skömmu.
Myndin var fengin að láni frá Þjóðminjasafni Íslands.