Í byrjun mars fengum við góða viðbót í Safnahúsið, Gígju Óskarsdóttur. Gígja mun fyrst um sinn halda sig í geymslum Sagnheima og vinna að skráningu safnmuna í Sarp. Í maí taka síðan við afleysingar hjá Gígju bæði í Sagnheimum og í Sæheimum. Bjóðum við hana hjartanlega velkomna til starfa!
Á meðfylgjandi mynd má sjá Gígju að störfum í kjallaranum Hún heldur hér á einum af fyrstu gjaldmælunum sem settur var í bíla hér. Örn á Brekku færði safninu mælinn til varðveislu árið 1987 – einn af mörgum gripum, sem hann hefur fært safninu.