Í gær lauk formlegri 9 daga afmælishátíð í Safnahúsi með hátíðardagskrá í Sagnheimum, byggðasafni, sem rúmlega hundrað manns sóttu.
Afmælisárinu er þó langt í frá lokið og hér fyrir neðan má sjá dagskrárdrög Safnahúss til ársloka. Breytingar geta orðið á dagskránni en verða þá tilkynntar hér jafnóðum.
Framundan á afmælisári – dagskrárdrög:
17. – 19. júlí: 385 ár frá Tyrkjaráni. Dagskrá 19. júlí, söguganga, athöfn á Skansinum. Mæting við Safnahús kl. 18.
26. ágúst: Böðvar Guðmundsson rithöfundur og Vesturfararnir.
8. september: Ljósmyndasafn Óskars Björgvinssonar.
6. október: Arnar Sigurmundsson kynnir námskeiðið Húsin í hrauninu sem haldið er í tilefni 10 ára afmælis Visku. Erindið er haldið í Einarsstofu þar sem sett verður upp sýning með listaverkum af húsum og umhverfi sem fór undir hraun.
13. október: Útgáfa bókar Árna Árnasonar símritara.
2.-4. nóvember: Safnahelgin. Síldarmyndir Hauks Helgasonar frá Síldarminjasafni Íslands á Siglufirði. tónlistaratriði á bryggjusvæði.
24. nóvember: Hannes lóðs og sjómennska fyrri tíma. Jón Þ. Þór sagnfræðingur, Gunnar Marel Eggertsson skipasmiður, Tómas Jóhannesson og Halli Steini sem fulltrúar afkomenda Hannesar.
4. desember: Tónlistar- og sálmaarfur Vestmannaeyinga kynntur í tónum og tali.
Nóvember/desember: Perlur listasafns Vestmannaeyja. Sýnd eru dýrmætustu listaverkin fram að jólasýningu.
Desember: Jólasýning Safnahúss.
23. janúar 2013: Myndlistaverkefni barna. Unnið á skapandi hátt upp úr eldgosamynd Steinunnar Einarsdóttur.