Í Einarsstofu eru nú myndir af öllum forsetum íslenska lýðveldisins ásamt Jóni Sigurðssyni, sem var í forystu Íslendinga í sjálfstæðisbaráttunni. Afmælisdagur hans, 17. júní, er stofndagur íslenska lýðveldisins. Við hverja mynd eru fróðleiksmolar sem tengjast viðkomandi forseta. Á þeirri síðustu eru bara Bessastaðir, þar sem íslenska þjóðin gengur til forsetakosninga 25. júní nk. og enginn veit enn hver verður 6. forseti lýðveldisins. Alls hafa um 30 manns boðið sig fram til forseta frá stofnun lýðveldisins, þar af níu nú fyrir þessar kosningar. Í skápum eru einnig bækur sem tengjast forsetunum og embættinu. Einarsstofa er opin alla daga kl. 10-17 og því alveg tilvalið að koma við og hita upp fyrir næstu kosningar, 25. júní.
Forsetarnir í Einarsstofu
