Þessi safnmunur úr kjallara hreif safnstjóra sérstaklega og vildi gefa mikið til að hann gæti sagt sögu sína og þeirra sem hann notuðu. Þetta er ælubakki úr m/b Gísla Johnsen VE 100 sem var notaður í Stokkseyraferðum á sumrin í fjölda ára. Safnið er einnig með líkan af skipinu á safninu, sem kemur úr eigu Sigurjóns Ingvarssonar, eins af fyrri eigendum.
Um skipið segir Jón Björnsson frá Bólstaðarhlíð í bók sinni Íslensk skip:
,,Sm. í Svíþjóð 1939. Eik. 25 brl. 110 ha. June Munktell vél. Eig. Guðlaugur Brynjólfsson, Vestmannaeyjum, frá 13. mars 1939. Báturinn var lengdur í Vestmannaeyjum 1941og mældist þá 32 brl. Seldur 15. maí 1944 Sigurjóni Ingvarssyni og Jóni Sigurðssyni, Vestmannaeyjum og Páli Guðjónssyni, Stokkseyri. 1953 var sett í bátinn 170 ha Caterpillar diesel vél. Seldur 16. des. 1957 Ársæli Sveinssyni, Vestmannaeyjum. Báturinn var talinn ónýtur og tekinn af skrá 8. júní 1967.”