Í febrúar kom Björgvin Sigurjónsson (Kúti á Háeyri) skipstjóri með nokkur Björgvinsbelti á mismunandi þróunarstigum ásamt heimildum og teikningum og færði Sagnheimum, byggðasafni til varðveislu. Björgvinsbeltið, sem er hugarsmíði Björgvins, er eitt af þeim tækjum sem hafa auðveldað mjög að ná mönnum aftur um borð sem farið hafa útbyrðis. Beltið er létt og hægt að kasta því mun lengra en venjulegum bjarghring og auðvelt er að hífa mann upp úr sjónum hvort sem hann er einn eða björgunarmaður með. Beltið er nú í allflestum íslenskum skipum og einnig víða við hafnir. Á myndinni má sjá Björgvin á bryggjusvæði safnsins er þar verður nýjustu útgáfu beltisins komið fyrir ásamt upplýsingum um það. Bestu þakkir að hugsa til Sagnheima, byggðasafn!
PrevSaga og súpa í Sagnheimum 3. mars kl. 1201 March 2016NextGígja Óskarsdóttir – nýr starfsmaður Sagnheima og Sæheima.16 March 2016
Warning: Undefined array key 0 in /web/s0717b/public_html/wp-content/themes/dfd-native/inc/loop/posts/post_single.php on line 279
Warning: Attempt to read property "slug" on null in /web/s0717b/public_html/wp-content/themes/dfd-native/inc/loop/posts/post_single.php on line 279