Aðventistar minnast þess að nú eru liðin 90 ár frá stofnun safnaðarins í Eyjum. Sett hefur verið upp myndarleg sýning í Höllinni sem opin er kl. 10-22 til 16. febrúar auk þess sem boðið er upp á erindi og tónlist, sjá nánar á b3d.adventistar.is.
Safnahús hefur ásamt fleirum lánað muni til sýningarinnar. Má þar sjá merkar biblíur úr safni Bókasafns og Sagnheimar, byggðasafn á muni í baðstofuhorni.
Hér á myndinni má sjá Hrönn Þórðardóttur sitja í peysufötum Ingu móður sinnar í baðstofuhorninu.