Frábær þátttaka og stemming var í Einarsstofu í gær er 100 ára afmælis Ása í Bæ var minnst. Dagskránni lauk með því að Gunnlaugur Ástgeirsson söng Undrahattinn við undirspil Eyvindar og Molanna og tóku gestir vel undir. Sýningin Ólíkar ásjónur Ása í 100 ár stendur áfram í Einarsstofu fram í miðjan mars á opnunartímum Safnahúss. Minnum einnig á að í Sagnheimum, byggðasafni má hlusta á Ása syngja lag sitt og ljóð Í verum. Einnig eru þar skipslíkön föður hans hins þekkta bátasmiðs Ólafs Ástgeirssonar í Litlabæ. Safnið er nú opið á laugardögum kl. 13 – 16. og eftir samkomulagi.
Á myndinni má sjá Kristínu Jóhannsdóttur menningarfulltrúa færa Gunnlaugi gamla lærimeistara sínum blómvönd í tilefni dagsins.