Yfirskript Alþjóðlega safnadagsins í ár er: Söfn og umdeild saga: að segja það sem ekki má í söfnum. Markmið dagsins er að kynna og efla faglegt safnastarf á Íslandi og opna fyrir umræðuna um hlutverk safna þegar kemur að umdeildum og erfiðum frásögnum. Í Sagnheimum kynnti Már Jónsson prófessor í sagnfræði við HÍ nýútkomna bók sína: Fyrirfundnir fémunir í Vestmannaeyjum á fjórða áratug 19. aldar. Í bók sinni nýtir Már áður ónýttar heimildir um brauðstrit fólks á örðugum tímum í Vestmannaeyjum. Bókin er seld í Bóksölu stúdenta í Reykjavík en verður á sérstöku kynningarverði í Sagnheimum nú fyrst um sinn, kr. 2.500.