Una Margrét Jónsdóttir þáttagerðarstjórnandi og rithöfundur hélt skemmtilegt hádegiserindi í Sagnheimum í dag um gömlu barnaleikina, söngvaleiki, hringleiki, sippleiki, eltingaleiki og fl. og mættu um 45 manns. Boðið var upp á súpu og brauð.
Að loknu erindi var farið út á Stakkó og leikirnir rifjaðir upp í samvinnu við leikskólana og miðbæjarverði.
Í erindi Unu Margrétar kom m.a. fram að gömlu leikirnir eru ekki alveg eins gleymdir og margir halda. Einnig sagði hún frá nýjum söngvaleik sem virðist eiga uppruna sinn í Vestmannaeyjum. Leikurinn kallast KÁSÓ og dregur nafn sitt af upphafsstöfum höfunda, fjögurra tíu ára stúlkna.
Um söfnun Unu Margrétar á barnaleikjum og rannsóknir má lesa í bókum hennar: Allir í leik, allir í leik, sem út kom árið 2009.