Samfelld afmælishátíð verður í Safnahúsinu dagana 30. júní – 8 júlí í tilefni af 150 ára afmæli bókasafns Vestmannaeyja og 80 ára afmælis Byggðasafns Vestmannaeyja.
Afmælisdagskráin er styrkt af Vestmannaeyjabæ, Menningarráði Suðurlands og Sparisjóði Vestmannaeyja.
Dagskrána má sjá hér.
Laugardagur, 30. júní:
í Einarsstofu eru myndir eftir Jóhannes Sveinsson Kjarval.
13:30 Hátíðardagskrá í Einarsstofu vegna 150 ára afmælis Bókasafns Vestm.
Elliði Vignisson bæjarstjóri. Ávarp.
Ingibjörg Steinunn Sverrisdóttir landsbókavörður: Mark og mið Lestrarfélags Vestmannaeyja.
Dr. Ágúst Einarsson prófessor og fyrrverandi rektor: Hin nýja atvinnuháttabylting og Bókasafn Vestmannaeyja.
Helgi Bernódusson skrifstofustjóri Alþingis: Kjötbollur og kúltúr.
Matthías johannessen skáld og dr. Pétur Pétursson prófessor: Kynning á samstarfsverkefni um Davíðssálma Jóns Þorsteinssonar píslarvotts.
Afhjúpun nýs merkis Bókasafns Vestmannaeyja. Hönnuðurinn, Gunnar Júlíusson, útskýrir hugmyndafræðina.
Hildur Sólveig Sigurðardóttir formaður menningarmálanefndar: Lokaorð.
Tónlist: Kittý Kovács (píanó) og Balázs Stankowsky (fiðla).
16:00 Hátíðarkaffi á safninu og dagskrárlok.
Í tilefni afmælisvikunnar er boðið upp á ókeypis bókasafnsskírteini í bókasafninu fyrstu vikuna í júlí. Hægt er að fá skírteinið ókeypis í eitt ár eða framlengja um ár ókeypis.Eina skilyrðið er að mæta á staðinn!
Sunnudagur, 1. júlí:
Í Einarsstofu eru myndir eftir Jóhannes Sveinsson Kjarval.
13:30 Dagskrá í Einarsstofu um rannsóknir á menningararfi Vestmannaeyja.
Sigurður E. Vilhelmsson formaður Söguseturs 1627: Menningarsagan – mestu verðmæti hvers byggðarlags.
Dr. Már Jónsson prófessor: Eftirlátnar eigur alþýðufólks í Eyjum á 19. öld.
Katrín Gunnarsdóttir fornleifafræðingur: Fornleifar í landi Vestmannaeyja.
Dr. Clarence E. Glad sjálfstætt starfandi fræðimaður í RA: Ímyndarsköpun í Evrópu á dögum ,,Tyrkja”-ránsins.
Páll Marvin Jónsson framkvæmdastjóri Þekkingarseturs: Lokaorð.
15:00 Kaffi og dagskrárlok.
Mánudagur, 2. júlí:
Í Einarsstofu eru myndir eftir Júlíönu Sveinsdóttur. Fágætisbókasafn Sveins Jónssonar dregið fran ásamt munum úr eigu fjölskyldunnar, nú á byggðasafni.
13:00 Dagskrá í Einarsstofu til heiðurs Sveini Jónssyni elsta í Völundi, Guðrúnu Runólfsdóttur og Júlíönu Sveinsdóttur listakonu.
Kristín Bragadóttir doktorsnemi í sagnfræði: Ástríðufullur bókasafnari.
Hrafnhildur Schram listfræðingur: ,,Ég vil heldur barninginn í náttúrunni.”
Bergljót Leifsdóttir Mensuali ferðatæknir: Æviágrip um Svein Jónsson langafa minn, Guðrúnu Runólfsdóttur langömmu mína og stofnun Völundar hf.
Tónlist: Kittý Kovács (píanó) og Balázs Stankowsky (fiðla).
15:00 Kaffi og dagskrárlok.
Þriðjudagur, 3. júlí:
Í Einarsstofu er sýningin Bókaveröld barnanna.
11:00 og 14:00 Opið hús. Starfsmenn leiða gesti um leynda koma handan harðlæstra geymslna.
15 Ingólfsstofa. Kaffi með fyrrverandi starfsmönnum.
Miðvikudagur, 4. júlí:
11:00 og 14:00 Opið hús. Starfsmenn leiða gesti um leynda koma handan harðlæstra geymslna.
15:00 Einarsstofa. Opinn kynningarfundur um bók Árna Árnasonar símritara. Kallað eftir leiðréttingum, myndum af bjargveiðimönnum o.fl.
Fimmtudagur, 5. júlí:
12:00 Súpufundur í Sagnheimum, byggðasafni.
12.15 Una Margrét Jónsdóttir rithöfundur og þáttagerðastjórnandi: Allir í leik, allir í leik.
13:30 ,,Gömlu” leikirnir á Stakkó í samvinnu við leiksólana og miðbæjarverði. Opið börnum á öllum aldri.
Föstudagur, 6. júlí:
15:00 Ingólfsstofa: Opinn fundur með Atla Ásmundssyni ræðismanni Íslands í Kanada og félagi áhugamanna um rannsóknir á sögu Vestmannaeyinga í Vesturheimi og afkomenda þeirra.
16:00 Einarsstofa. Opnun á sýningu Jóns Óskars.
Laugardagur, 7. júlí:
16:00 Hátíðadagskrá í Sagnheimum vegna 80 ára afmælis Byggðasafns Vestmannaeyja.
Elliði Vignisson bæjarstjóri: Ávarp.
Þórður Tómasson í Skógum: Fetað til fortíðar.
Guðjón Ármann Eyjólfsson fyrrverandi skólameistari: Eyjólfur frá Bessastöðum.
Páll Marvin Jónsson framkvæmdastjóri Þekkingaseturs: Byggðasafnið í fortíð og nútíð.
Árni Sigfússon bæjarstjóri í Reykjanesbæ: Tíminn og taurullur hvunndagshetjanna.
Kristín og Víglundur Þorsteinsbörn og dr. Þorsteinn Ingi Sigfússon prófessor kynna myndbandupptöku frá árinu 1981 þar sem Þorsteinn Þ. Víglundsson gengur um sali byggðasafns og lýsir því sem fyrir augu ber. Spilaður er 10 mín. bútur.
Hildur Sólveig Sigurðardóttir formaður menningarmálanefndar: Lokaorð.
Tónlist: Kittý Kovács (píanó), Balázs Stankowsky (fiðla), Geir Jón Þórisson (söngur).
18:00 Hátíðarkaffi á safninu og dagskrárlok.
Sunnudagur, 8. júlí – íslenski safnadagurinn – ókeypis aðgangur að byggðasafni.
11:00-17:00 Þorsteinn Þ. Víglundsson í lifandi myndum. Myndbandsupptaka Sigfúsar Johnsen frá árinu 1981 þar sem Þorsteinn gengur um sali byggðasafns og lýsir því sem fyrir augu ber. Myndbandið rúllar allan daginn.
15:00 Ljóðadagskrá í Einarsstofu.
Pjetur Hafstein Lárusson les úr nýútkomnu ljóðasafni sínu.
16:00 Kaffi og dagskrárlok.