Dagskrá í Sagnheimum laugardaginn 27. janúar kl. 13-14.
Tryggvi Sigurðsson, Ómar Garðarsson og Frosti Gíslason fjalla um gosupphafið.
Tryggvi Sigurðsson rekur ferðasögu nokkurra báta er fóru hina örlagaríku nótt til lands en hann er sem kunnugt er óþrjótandi hafsjór þekkingar um bátana og þá sem þar áttu andvökunótt.
Ómar Garðarsson og Frosti Gíslason ræða um næstu skref verkefnisins Allir í bátana en í samstarfi við frumkvöðulinn, Ingiberg Óskarsson, er ætlunin að koma þeim upplýsingum sem þar er að finna í notendavæna heimasíðu.
Ramminn utan um dagskrána er hin glæsilega sýning Til hafnar, sem Vala Pálsdóttir og Joe Keys hönnuðu og settu upp. Þar er að finna ljósmyndir af þeim tæplega 80 bátum sem sigldu með Eyjamenn til meginlandsins nóttina sem gos hófst.
Kjörið tækifæri til að sjá sýninguna og fræðast um einstakan viðburð í sögunni.