Róbert Guðfinnsson athafnamaður verður í sögu og súpu í Sagnheimum fimmtudaginn 7. apríl kl. 12. Erindi sitt kallar hann ,,Úr síldarbæ í nýsköpun”. Þar mun Róbert fjalla um uppbygginguna á Siglufirði og þau nýju atvinnutækifæri sem þar hafa skapast ekki síst fyrir ungt, menntað fólk. Leitað verður svara við spurningum eins og:
Hver eru sóknarfæri byggðarlaga úti á landi?
Hverjir eru möguleikar einstaklinga til að leggja samfélaginu lið?
Verkefnið er styrkt af Rótarýklúbbi Vestmannaeyja sem fagnaði 60 ára afmæli klúbbsins á síðasta ári.