Heilmikið átak hefur verið gert í skráningu safngripa Sagnheima á þessu ári. Safnaráð veitti styrk til verkefnisins og hefur Gígja Óskarsdóttir þjóðfræðingur dvalið langdvölum í geymslum safnsins. Í síðustu viku vannst svo enn eitt skref í baráttunni um betra líf gripa Sagnheima þegar nýtt geymsluhúsnæði var gert klárt og hluta af “stórgripum” safnsins komið fyrir í merktum hillum. Oft heyrðust fagnaðarhróp þegar kynni voru endurnýjuð við gamla gripi sem ekki höfðu verið handleiknir alllengi. Stórt skref stigið – en heilmikið eftir óunnið enn. Á meðfylgjandi mynd má sjá fyrsta vatnsklósettkassann sem settur var upp í Breiðabliki á heimili Gísla J. Johnsens.
PrevPáll Steingrímsson kvikmyndatökumaður látinn12 November 2016NextSafnahús. Gömlu jólasveinarnir í nýjum fötum05 December 2016
Warning: Undefined array key 0 in /web/s0717b/public_html/wp-content/themes/dfd-native/inc/loop/posts/post_single.php on line 279
Warning: Attempt to read property "slug" on null in /web/s0717b/public_html/wp-content/themes/dfd-native/inc/loop/posts/post_single.php on line 279