Sunnudaginn 2. október var aldarafmælis Haraldar Guðnasonar bókavarðar og fræðimanns minnst í Einarsstofu.
Dagskráin var samstarfsverkefni starfsmanna Safnahúss og Söguseturs 1627 og var hluti af röð menningarviðburða í Safnahúsi sem styrkt er af Menningarráði Suðurlands. Á vökunni minntust menn samstarfsmanns og vinar og ille konu hans. Sýndur var 16 mínútna viðtalsbútur við þau hjón úr Einstöku safni Kristjáns Óskarssonar.
Í tilefni Haraldarvöku var gamalt orgel í eigu Sagnheima borið upp í Einarsstofu en það var eitt sinn í eigu Brynjólfs Sigfússonar söngstjóra. Kitty Kovács organisti Landakirkju lék lag Brynjúlfs við Yndislega eyjan mín á orgelið við fiðluundirleik Balázs Stankowky og sungu gestir með. Þar með eignaðist þetta aldrgamla hljóðfæri framhaldslíf um stund.