Þekkingarsetur Vestmannaeyja ákvað að bjóða reglulega í vetur upp á hádegiserindi og bjóða gestum einnig upp á súpu.
Sagnheimar riðu á vaðið föstudaginn 14. október. Safnstjórar Sagnheima og Sæheima voru nýkomnir úr Farskóla safnamanna í Skagafirði og töldu sig hafa heyrt þar margt áhugavert sem nýta mætti í safnastarfi í heimahögum.
Dagskrá safnahelgar sem er á næsta leiti var einnig kynnt að þessu tilefni.