Dagskrá til heiðurs Hannesi lóðs 24. nóvember sl. var vel sótt eða alls um 50 manns. Sýningin sem sett var upp af þessu tilefni má sjá á opnunartímum safnsins, laugardögum kl. 13-16 út desember.
Minnum einnig á áhugaverða gripi í glerskáp í afgreiðslu Sagnheima, sem hægt er að skoða á opnunartíma Safnahúss, þ.e. virka daga kl. 10-17 og á laugardögum kl. 11 -16., sjá nánar hér að neðan.
Hér fyrir ofan má sjá brjóstmynd af Hannesi lóðs, til vinstri er Jóhannes Tómasson barnabarn hans og Jórunn Helgadóttir barnabarnabarn Hannesar er til hægri.
Í glerskáp í afgreiðslu Sagnheima má nú m.a. sjá víkingaskipið sem afkomendur Hannesar gáfu árið 1952 og var farandgripur til aflakónga ár hvert. Þar má einnig sjá flaggstöng útskorna af Ríkarði Jónssyni sem hjónin Sigríður frá Skuld og Ingólfur Theódórsson netagerðarmeistari gáfu. Stöngin, sem einnig var farandgripur var veittur fyrir mesta aflaverðmætið. Í skápnum eru einnig brennimerk úr FES, sem safninu áskotnaðist fyrir skömmu og bjalla úr skoska togaranum Donwood sem strandaði við Heimaklett 15. mars 1965.