Á rölti okkar um Heimaey má sjá meira en 60 misjafnlega áberandi útilistaverk. Sum vekja forvitni, önnur undrun eða jafnvel furðu. Öll eiga þau sína sögu sem erfitt virðist þó að finna á einum stað. Eitt af afmælisverkefnum Visku er einmitt að gera upplýsingar um þessi verk aðgengileg. Boðið er upp á námskeið 9. og 16. apríl kl. 19:30-21:30 í húsnæði Visku og er þátttakendum að kostnaðarlausu. Farið verður sameiginlega yfir verkin og sögu þeirra, einnig í eina vettvangsferð. Markmiðið er að safna sem bestum heimildum og birta síðan á Heimaslóð ásamt mynd. Skráning er í Visku: s.: 481 1950 eða í netfangi viska@eyjar.is. Leiðbeinandi: Helga Hallbergsdóttir
Hér fyrir ofan má sjá eitt af útilistaverkunum sem oft er spurt um og vekur almennt mikla aðdáun ferðamanna. Verkið heitir Auróra eins og morgungyðjan – enda snýr hún ásjónu sinni til austurs. Eyjamaðurinn Kristinn Viðar Pálsson (Kiddi á heflinum) gerði Auróru úr sex steinum úr Pelagusfjöru árið 1996.