Við óskum sjómönnum til hamingju með daginn og höfum frítt á safnið um helgina. Opið er kl. 11-17.
Við viljum veka sérstaka athygli á tveimur farandgripum í afgreiðslu Sagnheima. Annar er Ingólfsstöngin sem Ingólfur Theódórsson netagerðarmeistari og Sigríður frá Skuld, kona hans gáfu árið 1963. Hinn er silfurslegið víkingaskip sem afkomendur Hannesar lóðs gáfu árið 1953.
Ingólfsstöngin er útskorin af Ríkarði Jónssyni og var á sjómannadegi veitt þeim skipstjóra sem mest aflaverðmæti hafði árið á undan. Víkingaskipið var hins vegar veitt fyrir mestan bolfiskafla á vetrarvertíð. Með komu kvótans lögðust þessi verðlaun niður og þessir fallegu gripir eru nú varðveittir á byggðasafni okkar.