Íslenski safnadagurinn er sunnudaginn 7. júlí og af því tilefni er frítt í Sagnheima, byggðasafn.
Í Einarsstofu er sýning á vegum norska sendiráðsinsum Noregsferð barna og unglinga frá frá Vestmannaeyjum í boði norska Rauða krossins sumarið 1973. Gosmyndasýning skólabarna er í stigagangi og inni í Sagnheimum. Ljósmyndasýning Sigurgeirs Jónassonar er í Pálsstofu og þar er einnig sýndur afrakstur ,,1973ibatana”, þar sem safnað er saman upplýsingum um ferðir fólks á gosnóttina.
Kl. 14 og 16 er sýnd mynd Ernst Kettlers, Páls Steingrímssonar og Ásgeirs Longs: Days of destruction. Myndin er sýnd með ensku tali og þýskum texta.