Fyrirhuguðu málþingi og myndasýningu um netagerðir í Eyjum hefur verið frestað fram í október. Alls konar tafir hafa hrjáð þá sem unnu að samantektinni en eitt er ljóst að áhugi er mikill og efni nær óþrjótandi og mikilvægt að vanda til verka. Stígum því margefld fram í haust.
Nú er kominn inn á heimasíðuna okkar viðburðalisti Safnahúss fyrir árið 2016. Alls eru þetta 46 viðburðir og eru þá ekki taldir með vikulegar uppákomur svo sem ljósmyndadagurinn. Sjá nánar hér: http://sagnheimar.is/skrar/file/skjol/vidburdir-i-safnahusi-2016-kba.pdf. Næsti viðburður verður síðan á íslenska safnadaginn 18. maí og verður nánar auglýst þegar nær dregur.
Meðfylgjandi mynd sýnir Ingólf Theódórsson netagerðameistara og Jón Valgarð (Gæsa) skipstjóra. Ingólfur gerði byltingarkennda breytingu á herpinótum (1969) sem Jón Valgarð prófaði síðan á Ísleifi IV. Nánar má lesa um þetta hér: http://timarit.is/view_page_init.jsp?issId=114043&pageId=1401094&lang=is&q=%ED%20Bylting%20%ED%20herpin%F3tavei%F0um