Nú er verið að taka niður gossögurnar sem voru á vegg Pálsstofu undir yfirskriftinni Stærsta björgunarafrek sögunnar. Í stað þeirra koma myndir úr ævintýrum Eyjapeyja í Eldey sem nánar verða kynnt um safnahelgina.
Söfnun skráninga og frásagna frá Heimaeyjargosinu er þó alls ekki hætt og heldur Ingibergur Óskarsson eins og herforingi utan um verkefnið. Heilmikið hefur safnast en nokkuð er þó enn óskráð. Hvetjum við alla sem enn lúra á upplýsingum að hafa samband við okkur í: 1973ibatana@gmail.com og helga@sagnheimar.is.