Útskrift nemenda Visku og Annríkis í þjóðbúningasaum. Nemendur skarta búningum sínum.
Sýndir verða búningar úr eigu Annríkis og Sagnheima.
Íslenskir þjóðbúningar kynntir.
Dagskráin er öllum opin og eru gestir hvattir til að fjölmenna og skarta þjóðbúningum sínum, íslenskum og erlendum.
Á laugardaginn 10. maí verða Guðrún Hildur og Ásmundur frá Annríki í Sagnheimum kl. 13-15. Á þeim tíma geta bæjarbúar komið með gömul klæði og búninga úr kistum sínum og fengið leiðbeiningar.