Við hvetjum alla til að klæðast þjóðbúningi sínum á þjóðhátíðardaginn 17. júní.Fjallkonan okkar í ár er Svanhildur Eiríksdóttir og mun fulltrúi Sagnheima sjá um að skrýða hana eins og undanfarin ár. Hátíðarávarp sitt flytur hún í Hraunbúðum kl. 10:30 og á Stakkagerðistúni kl. 14.
Í Einarsstofu er sýning Gunnars Júlíussonar og Sigurgeirs í Skuld. Brugðið verður á leik og geta gestir stungið nafni sínu í pott kl. 10-16. Dregið verður úr pottinum kl. 16 og mun Gunnar Júl. teikna vinningshafann.
Opið verður í Safnahúsi kl. 10-17 og ókeypis inn í Sagnheima í tilefni dagsins. Gleðilega hátíð!
Hér að ofan má sjá fjallkonu Eyjamanna 2016 Dröfn Haraldsdóttur ásam heiðursverði sínum.