Saga og súpa verður í Sagnheimum nk. mánudag. Helgi Þorláksson sagnfræðingur flytur fyrirlesturinn Englar og djöflar í Eyjum. Ránið 1614 og ástæður þess. Um 1610 voru Vestmananeyjar nánast í þjóðbraut erlendra farmanna og sjóræningjum varð ekki mikið að skreppa þangað til að ræna erlenda sjómenn á miðunum. Í júní 1614 steig hér á land fjölmennur hópur erlendra ræningja, rændi hér íbúa og kaupmenn og mikil skelfing greip um sig. Foringi þeirra var kallaður Jón Gentilmann í íslenskum heimildum. Hvaða menn voru hér á ferð og hvað olli einkum ráninu? Og hvað varð um ræningjana og mikinn ránsfeng þeirra? Við því gefa enskar heimildir jafnan önnur svör en íslenskar heimildir og þetta ætlar Helgi Þorláksson að rekja í fyrirlestri sínum. Allir hjartanlega velkomnir!
Dagskráin er styrkt af Menningarráði Suðurlands.