Í tilefni 140 ára afmælis Þjóðhátíðar verður á laugardaginn 12. júlí kl. 14 opnuð sögusýning um merki þjóðhátíðar 1970-2014. Gunnar Júlíusson og nokkrir félagar hafa safnað saman upplýsingum um þessi merki sem mörg hver eru sannkölluð listaverk og sýna vel lífstakt og sál Eyjanna.
Dóra Björk Gunnarsdóttir framkvæmdastjóri ÍBV kynnir nýtt afmælismerki Þjóðhátíðar 2014.
Brekkusöngur og flatkökur.
Allir hjartanlega velkomnir!
Verkefnið er í samvinnu við Þjóðhátíðarnefnd og er styrkt af ÍBV.