Rúmlega 80 manns sóttu ráðstefnuna Áhrif mormóna og lútherskra í Utah í Alþýðuhúsinu á laugardaginn. Stór hópur gesta var ofan af landi og einnig frá Utah. Jafnframt ráðstefnunni var sett upp sýning í Einarsstofu með sögu nokkurra Eyjamanna sem fóru vestur.
Minnum jafnframt á að í Sagnheimum, byggðasafni er yfirgripsmikil sýning um sögu mormóna.
Sagnheimar sýna einnig í Einarsstofu nokkra hluti sem ídíánar gerðu og gáfu nágrönnum sínum, hjónunum Guðríði Bjarnadóttur og Jóni Jónssyni, í Selkirk við Winnepegvatn í Kanada um aldamótin 1900. Fjölskyldan flutti aftur heim árið 1907 og dóttir þeirra Ragnheiður (f. 1905) færði safninu þessa dýrgripi til varðveislu.
Í Einarsstofu og Sagnheimum, byggðasafni eru opið daglega kl. 11-17.
Allir hjartanlega velkomnir.