Hér má sjá einn af dýrgripum Sagnheima, þennan einstaklega flotta sextant, sem er í sýningu á bryggjusvæðinu. Gripinn fól Berent Th. Sveinsson safninu til varðveislu árið 1991. Samkvæmt greiningu safnvarðar í Handels og Söfartsmuseet í Kaupmannahöfn er hann líklega frá um 1890-1900. Vegna ljósbrotsins í speglunum mæla svona tæki 90 og 120 gráðu horn. Ekki er ólíklegt að sambærilegt tæki hafi verið í Vestmannaeyja-Þór. Einstaklega fallegur gripur!
PrevÚr kjallara Sagnheima. Hvað er nú þetta?30 January 2015NextSaga og súpa í Sagnheimum, 12. febrúar kl. 1209 February 2015
Warning: Undefined array key 0 in /web/s0717b/public_html/wp-content/themes/dfd-native/inc/loop/posts/post_single.php on line 279
Warning: Attempt to read property "slug" on null in /web/s0717b/public_html/wp-content/themes/dfd-native/inc/loop/posts/post_single.php on line 279