Í Einarsstofu er nú í skápum sýningin Úr fórum kvenna sem er samstarfsverkefni skjalasafns, ljósmyndasafns og byggðasafns. Með sýningunni vill starfsfólk Safnahúss hvetja fólk til að muna eftir söfnunum ef það veit um gömul bréf, dagbækur og skjöl úr fórum kvenna sem oft geyma ótrúlegar sögur um lífshlaup kvenna sem allt of oft gleymast. Sýningin lætur e.t.v. ekki mikið yfir sér en þar er þó margt áhugavert að finna. Á meðfylgjandi ljósmynd má sjá Ingibjörgu Ólafsdóttur (1895-1976) í fallega blómagarðinum sínum við Bólstaðarhlíð. Þar er einnig stórmerkileg dagbók hennar þar sem hún lýsir efiðum uppvaxtarárum sínum. Á sýningunni má einig nefna handavinnu og ljósmyndir frá Ragnheiði Jónsdóttur (1905-2006) frá Þrúðvangi, skipunarbréf Önnu Pálsdóttur ljóðsmóður (1910-1984) ásamt nokkrum ógnvekjandi töngum, leyfisbréf Emmu á Heygum (1895-1989) til að starfa sem nuddari ásamt skýrum fyrirmælum um að hún megi aldrei gefa sig út fyrir að stunda lækningar á neinn hátt, handskrifuð uppskriftabók Jónu Friðriksdóttur (1922-1999), skjal þar sem Anna P. Halldórsdóttir (1916-2002) er gerð að heiðursfélaga Slysavarnafélags Íslands ásamt hvítri svuntu með hekluðu milliverki sem hún notaði jafnan við kaffisölur og svo margt fleira áhugavert! Sýningin verður áfram fram eftir haustinu og er alltaf opin á opnunartíma Safnahúss en myndlistarsýningu Steinunnar Einarsdóttur lýkur 25. ágúst.
PrevByggðasöfn á Íslandi – Sagnheimar12 August 2015NextAtorkukonur í Safnahúsinu 6. september kl. 14:3001 September 2015
Warning: Undefined array key 0 in /web/s0717b/public_html/wp-content/themes/dfd-native/inc/loop/posts/post_single.php on line 279
Warning: Attempt to read property "slug" on null in /web/s0717b/public_html/wp-content/themes/dfd-native/inc/loop/posts/post_single.php on line 279